Skólaárið mitt árið 2013-2014

 

Skólaárið mitt árið 2013-2014

Þetta skólaár er búið að vera mjög skemmtilegt og fræðandi . Á þessu ári erum við búin að læra um margt skemmtilegt eins og stærðfræði, ensku og íslensku. Í ensku erum við til dæmis búin að gera verk efni um My best friend og My favorite animal. Það var rosalega gaman. Við skrifuðum þau inn á word og svo blogguðum við um þau . Það skemmtilegast á öllu skólaárinu var ferilritunin sem er hluti af íslenskunni. Ég gerði sögu með vinkonum mínum Steinunni og Söndru. Sagan okkar heitir hálsmenin sem er 2. bókin í 4. bóka bókaflokki. Sagan er um 3 stelpur sem heita Sara Una og Eyja, sem fara í heimsókn til afa síns og ömmu út í sveit og þar lenda þær í als konar ævintýrum . Í verk og list gerðum við hornhillu í smíðum, máluðum í myndmennt, gerðum styttu og grímu í mótun, bökuðum og elduðum í matreiðslu, í saumum gerðum við kodda sem við þæfðum og saumuðum. Mér fannst líka mjög skemmtilegt í hvalaverkefni. Þar lærðum við um skíðishvali, tannhvali og fæðuna sem þeir borða og margt margt fleira, eins og hvað þeir geta verið þungir og hvað þeir geta orðið stórir. Í ár komu líka tveir kennaranemar sem létu okkur fá verkefni eins og Draumalandið mitt. Okkur var skipt í hópa og hópurinn fékk land sem þeir áttu að fræðast um og gera svo plagggat eða powerpoint sýningu. Ég var með tveim stelpum í hóp sem heita Harpa og Stefanía. Við gerðum plakat um Danmörku. Hjá Elínu Ingu kennara gerðum við geitunga. Í geitungum áttum við að gera verkefnabók um geitunga og svo las kennarinn líka bók um geitunga. Í sundi lærðum við bringusund, skriðsund, skólabaksunda og fleira. Í útileikjum fórum við í leiki og æfingar. Í tónmennt lærðum við um þrælasöngva og fleiri söngva svo lærðum við líka um fræga söngvara. Í íþróttum gerum við æfingar, þrek og stundum leiki eins og skotbolta, Tarsanleik og sjúkrahúsleikinn.

HappyÞetta er búið að vera rosalega skemmtilegt og fræðandi skólaár.Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elín Ýrr Óskarsdóttir

Höfundur

Elín Ýrr Óskarsdóttir
Elín Ýrr Óskarsdóttir
Ég heiti Elín og er 11 ára og bý í Reykjavík. Mér finst gaman í Fótbolta, Leiklist og ég spila á píano
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband